Bandarískir Flugmenn skakkir?

Dexedrine er lyf sem er líka kallað ,,speed" og eru bandarískir flugmenn látnir taka þegar þeir fara í orrustu og þessu lyfi hefur oft verið líkt við spítt. Flugmaðurinn hefur ábyggilega ekki verið á Dexedrine þegar hann var að fljúga þarna en ég hef góða tilfinningu að bandaríski herinn eigi eftir að tala um þetta lyf eða þá eitthvað ,,tæknilegt slys". En hvað eru þeir að gera með herflugvöll innan um íbúðarhverfi?
mbl.is Herþota hrapaði í íbúðarhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

blablabla alltaf þarf einhver að byrja að rausa um vatnsmýrina

sigurpáll (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:54

2 identicon

Mér finnst þetta barnaleg skrif hjá þér Sigrún.

Það fílar enginn svona drama.

Hvorki flugvöllurinn né einkaþotur útrásarvíkinganna eru að taka af þér draumaíbúðina.

Og þessi draumaíbúð.... var hún ekki við flugvöllinn þegar þú fluttir í hana?

Daníel (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:38

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þegar þú lærir að fljúga þá er það fyrsta sem þér er kennt er að vera ekki að fljúga yfir byggð. Ef þú lendir í vandræðum með flugvélina þá áttu að stýra henni frá byggð - svo fleygja þér út ef þú hefur kost á því.

Varðandi flugvöllinn í Reykjavík þá er hann á svo kjánalegum stað að einn tíundi af heimskunni væri nóg. Alþingishúsið er í beinni aðflugslínu. Svo er stærsta sjúkrahús landsins innan þeirra marka þar sem flugvél getur hrapað í flugtaki eða í lendingu. Borgarspítalinn er sjálfur ekki svo langt frá aðflugslínu. Þess ber að geta að flest "flugatvik" eiga sér stað í flugtaki eða lendingu.

Sumarliði Einar Daðason, 9.12.2008 kl. 06:32

4 identicon

Hey þú keyptir íbúðina hjá flugvellinum, þú getur bara sjálfri þér um kennt.

Siggi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 07:51

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Siggi, er það ekki mér bara líka mér að kenna að ég fæddist á Íslandi? Hugsaðu þetta aðeins betur. Ég skil vel það sjónarmið þitt að ef þú vilt ekki búa nálægt flugvellinum þá kaupir þú ekki íbúð nálægt honum.

Hins vegar er þessi flugvöllur tímaskekkja. Menn færa oft þau rök um að þetta sé nauðsynleg staðsetning vegna sjúkraflugs. Í þeim rökum er talað um að mínútur skipta máli. Það er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt.

Ef þú lendir í slysi úti á landi eða færð hjartaáfall þá tekur það oft 30 til 60 mínútur áður en sjúkrabílinn kemur. Ef þú ert ennþá lifandi þegar bíllinn kemur þá tekur það annan eins tíma að koma þér undir læknishendur þar sem úrskurðað er að þú þurfir að komast til Reykjavíkur. Síðan á eftir að ræsa mennina sem fljúga með þig suður. Loksins þegar þeir komast á flugvöllinn (brottstað) þá er allt flugið eftir til Reykjavíkur. Með þessum litlu flugvélum sem eru notaðar í sjúkraflugi þá tekur það í að minnsta kosti 30 mínútur að fljúga suður frá eystri hluta landsins. Ég ætla ekki einu sinni að minnast á það hversu langan tíma tekur að tékka öll stjórntæki á flugvélinni og athuga með ísingu. Hvað þá ef það er mótvindur eða ófært.

Þetta er næstum því jafnslæm blekking með staðsetninguna á flugvellinum og íslenska útrásin eða bankakerfið hér á landi.

Sumarliði Einar Daðason, 9.12.2008 kl. 08:18

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég skrifaði textann hér að ofan of hratt þannig þið takið tillit til innsláttavilla.

Sumarliði Einar Daðason, 9.12.2008 kl. 08:23

7 identicon

Mér þykir samanburður þinn, Sigrún, á staðsetningu flugvallar í þéttbýli eiga fullan rétt á sér sem innlegg í umræðuna um það slys er varð þarna hjá Ameríkumönnum. Að minnsta kosti málefnanlegra innleg en dylgjur um dópneyslu flugmanna sem aðal orsök. Þar sem flugvélar og þotur taka á loft og lenda, þar verða slys, um það tel ég ekki þurfi að karpa. Ekki er svo langt síðan þjóðhátíðargestir á leið frá Vestmannaeyjum fóru í hafið í Skerjafirði að við þurfum að láta eins og þau mannslíf séu gleymd. Sú vél hefði vel getað hrapað á byggð. Hvort þú keyptir þína íbúð vitandi af flugvellinum eða ekki skiptir engu máli í umræðunni um fáránleika þeirrar þrjósku sem blindar þá sem hæst gala í áróðri fyrir flugvellinum áfram í miðborg Reykjavíkur. En svo verða alltaf til menn sem í rökleysi og lítilmennsku ætla að drepa málinu á dreif með því að beina athyglinni að boðberanum fremur en boðskapnum. Það er fátt eins lélegt í samskiptum manna eins og að svara annaðhvort alls ekki rökstuðningi, eða eins og í þínu tilviki samlíkingu sem sett var fram til að færa heim tilfinningu fyrir yfirvofandi hættu, eða að svara með því að níða og niðurlægja þann sem lagði eitthvað til.

Breski herflugvöllurinn, 70 ára gamall, á engan rétt á sér lengur í borginni. Þegar hann var lagður á þessum stað var engin byggð nærri, Kópavogur aðeins stakir kofar á stangli og Skerjafjörður líka. Hvort hefði átt að leyfa byggðinni að þróast svo í átt að vellinum að að honum þrengdi er spurning sem ekki er auðvelt að svara en það var gert og það er sá veruleiki sem við búum við. Aðflugslínan er yfir þéttasta kjarna miðborgarinnar með Alþingi og Stjórnarráð, menntaskóla, háskóla, opinberar byggingar og rannsóknarsetur, íbúðahverfi og hótel, að ekki sé talað um draugaskelina af nýja tónlistarhúsinu,  allt í hættu ef eitthvað bregður út af. Og það gerir það alltaf og allstaðar fyrr eða síðar. Slysið í suður-Kaliforníu er bara áminning.

Ég óska þér og fjölskyldu þinni friðar um þessi jól þó gleðin verði kannski ekki í líkingu við það sem við erum vön. 

Við hina sem hér hafa skrifað komment vil ég segja; þurfið þið ekki að æfa ykkur í að lesa fyrst þau skrif sem þið ætlið að svara og svara svo þeim fremur en að opinbera hversu lítilla sanda og sæva þið sjálfir eruð? Það er ekki einu sinni barnalegt.

H. Howser (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 14:30

8 identicon

"Og þessi draumaíbúð.... var hún ekki við flugvöllinn þegar þú fluttir í hana?"

Þessu skellti ég inn án þess að hugsa og ég sé soldið eftir því þar sem þetta startaði leiðinlegri umræðu.

En þau rök að það sé hættulegt að hafa völlin í Vatnsmýrinni eru góð og gild en líkurnar eru afskaplega litlar á að þú lendir fyrir flugvél.  Ég hef mun meiri áhuggjur um að lenda í bílslysi. 

Sumarliði ég gæti líka talið upp nokkur öðruvísi "scenario sem sjúkraflug gæti bjargað mannslífi og líka þar sem sjúkraflug gæti það ekki. 

Ef að þau rök að mínútur skipta máli sé það er mesta kjaftæði sem þú hef heyrt þá hefur þú ekki komið nálægt sjúkrafluttlingi yfir höfuð.  Ég veit um eitt tilfelli þar sem sjúklingur dó í flugvélinni eftir lendingu í Reykjavík. Og það var eftir bílslys úti á landi. Þannig að það er hægt að stja upp allskonar"scenario" en ég held að burt sé frá öllum öðrum rökum, hávaða, plássi, hættu og öllu því sem deilt er um varðandi völlinn þá gefur það auga leið að hafa sjúkrahús nálægt flugvelli er mjög góður kostur.  

En Reykjavíkurflugvöllur er náttúrulega fyrst og fremst þar sem hann er vegna áættlunarflugs hér innanlands.  Ég held að fólk sem notar það ekki geri sér ekki almennilega grein fyrir því hversu margir nota þetta sem samgönguog hversu þægilegt er að hafa völlinn í Vatnsmýrinni fyrir þann sem notar þetta að staðaldri.

Og Sigrún. Sorry að ég hafi kallað skrif þín barnaleg en þegar ég les þau þá vantar bara fiðluna og tárin ;)  En ég stend ennþá við mína skoðun að flugvöllurinn og einkaþotur útrásarvíkinganna  eigi ekki sök á þínum fjárhagsvand.  Hugsa að ef að völlurinn væri farinn og þarna væri allt fullt af hálfkláruðum húsum værum við öll í mun verri málim :)

Daníel (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 19:10

9 identicon

Nei ég bý í og er uppalin í Reykjavík en jú ég nota þetta til að auðvelda mér lífið rétt eins og bílinn, strætó eða hjólið mitt. 

Af hverju ertu að blanda skerjafjarðarslysinu við mína athugasemd?  Þetta átti við athugasemd nr. 3 frá þér og tárin og fiðlan eru ekkert tengt því á nokkurn hátt :-(

Mér er líka andskotans illa við þessa útrásarvíkinga og ég hef ekki verið að verja þá.  Ég skil bara ekki þessa tengingu hjá þér að flugvöllurinn sé þarna út af einkaþotum, peningum og hagsmunum útrásarvíkinganna eins og þú segir. Flugumferð útrásarvíkinganna eru svo pínulítið brot af flugumferð á vellinum og ættli hún heyri nú ekki sögunni til.

Þetta er klassíst dæmi um það hvernig svona skrif hjá fólki fara úr böndunum, hvernig allir verða brjálaðir, misskilja hvorn annan og skrifa hluti sem þeir myndu ekki segja face to face.  Ég efast um að þessi umræða hefði þróast svona ef að ég væri að tala við þig í persónu.  Og þá er ég ekkert skárri en þú.  Það er ekkert að marka þetta þar sem við hvorki skynjum svipbrygði né raddblæ.  Ég bið þig afsökunnar og ættla að láta þetta verða fyrsta og eina skiptið sem ég tjái mig hérna á mbl.

Daníel (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:31

10 identicon

Bara svona smá forvitni ef þú nennir.  Hvernig ýmind ertu með af mér, þeas aldur, starf, tekjur, hjúskaparstaða, menntun, persónuleika? 
Síðan er ég hættur(kannski)

Daníel (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:52

11 identicon

Haha... Jaaa nokkuð nálægt, samt ekki. Svona 50%... Aldur, single, vinna, tekjur, bóla er nokkuð rétt.

Þú ert 29-33 ára, ert í svona on-off sambandi við barnsföður þinn.   Þú ert búin að læra einhverskonar list, hönnun, myndlist eða eitthvað svipað.  Þú ert með mikið skap og átt það til að blása upp hluti sem karlmenn fatta ekki alveg af hverju eru svona mikið mál.  Soldil svona dramaqueen.   Þegar þú varst yngri þá varstu svona "jaðar" týpa, vildir hneyksla og klæddir þig eftir því.  Þú fílar ekki yfirvald(authority)  Þú ert góð móðir og hugsar vel um börnin þín og átt marga vini.  Þú ert örugglega mjög fjörug, lífleg og skemmtileg ef að maður er "on your site" en annars ekki :)

Daníel (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 23:42

12 identicon

Gleðileg jól

Daníel (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Birkir

Höfundur

Birkir Örn
Birkir Örn
Ég er 15 ára strákur og ég geri þetta blogg bara til að geta tekið þátt í umræðum sem fólk bloggar um.. Ég veit endilega ekkert mikið um pólitík en mér finnst gaman að fylgjast með heiminum og fréttum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband